Tökum til hendinni

Ritstjórn Fréttir

Vikuna 4. – 10. maí hvetjum við alla íbúa, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki í Borgarnesi til að taka til hendinni og fegra nánasta umhverfi sitt, s.s. að tína rusl, planta trjám, mála og dytta að eignum sínum.
Þessa viku mun sveitarfélagið koma fyrir gámum þar sem íbúar geta losað sig við garðaúrgang sem fellur til. Gámarnir verða staðsettir á bílaplönunum við skólana, þ.e. Grunnskólann, Menntaskólann, Klettaborg og Ugluklett. Við viljum minna á opnunartíma Gámaþjónustunnar sem er alla virka daga frá kl. 14:00 – 18:00 og á laugardaginn frá kl. 14:00 – 18:00. Munum eftir að flokka rétt.
Skólarnir í Borgarnesi (Klettaborg, Ugluklettur, GB og MB) munu taka til í sínu nánasta umhverfi þessa viku. Lionsklúbburinn Agla og Hollvinasamstök Borgarness munu taka til hendinni. Hægt verður að nálgast stóra ruslapoka hjá Olís.
Þessa viku munu eftirfarandi fyrirtæki gefa afslátt af vörum sínum:
Húsasmiðjan
Kaupfélag Borgfirðinga, 30% afsláttur af útmálningu og 20% afsláttur af garðverkfærum og sorppokum.
Gleym mér ei býður afslátt af völdum víði og birkitrjám og ókeypis ráðg. í heimagörðum hjá fólki ef það vill.