Hjálmar að gjöf

Ritstjórn Fréttir

Í dag fengum við góða gesti í fyrsta bekk. Meðlimir Kiwanisklúbbsins Þyrils komu og fræddu nemendur um notkun hjálma þegar þau hjóla, eru á línuskautum, hlaupahjóli og/eða hjólabretti. Rætt var um hversu nauðsynlegt er að nota hjálma. Síðan fengu allir nýja hjálma að gjöf frá Kiwanisklúbbnum og Eimskipafélaginu.