Grænfáninn afhentur í fimmta sinn

Ritstjórn Fréttir

Í dag fékk skólinn afhentan Grænfánann í fimmta sinn en skólinn var einn 12 grunnskóla sem skrifaði undir fyrstu samstarfsyfirlýsingu um Grænfánann 6. júní 2001, við erum því búin að vera í þessu verkefni í 13 ár.
Markmið með verkefninu er að auka menntun og þekkingu og efla virðingu fyrir náttúru og umhverfi lands og hafs. Einnig að stuðla að góðri umgengni og sjálfbærri nýtingu allra auðlinda og vinna gegn hvers konar mengun og umhverfisspjöllum.
Þróunarverkefni sem þetta snýst fyrst og fremst um að breyta menningu og viðhorfum nemenda og starfsfólks. Það að ganga vel um og fara vel með það sem okkur er treyst fyrir er eins og rauður þráður í skólastarfinu. Við göngum vel um skólann okkar og við förum vel með það sem okkur er teyst fyrir en erum jafnframt alltaf minnug þess að við getum gert betur og veitum hvort öðru aðhald í því að ná þessum einföldu en göfugu markmiðum okkar.