10.000. tréð gróðursett

Ritstjórn Fréttir

Á síðasta miðvikudag var 10.000. tréð gróðursett í skógrækt skólans, í flóanum upp af Borg. Nemendur tíunda bekkjar voru þá í gróðursetningarferð og var það formaður nemendafélagsins Klara Ósk Kristinsdóttir sem gróðursetti 10.000. tréð. Af þessu tilefni mættu fulltrúar Yrkju sjóðsins, Sigurður Pálsson, Skógrækt ríkissins Einar Gunnarsson, prestsetursins á Borg Þorbjörn Hlynur Árnason, skólans Signý Óskardóttir og fulltrúar nemenda, nemendur tíunda bekkjar. Í þessu tilefni var hátíðleg og látlaus athöfn.
Í ferðinni skoðuðu nemendur tíunda bekkjar tré sem þau gróðursettu þegar þau hófu skólagöngu sína í fyrsta bekk og höfðu flest þeirra (þ.e. tréin) vaxið þeim yfir höfuð og sum gott betur. Í þessari ferð voru gróðursett um 700 tré, veðrið var gott og ferðin tókst vel í alla staði.