Vorferð 10. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Á dögunum fór 10.bekkur í frábæra vorferð. Skundað var til Reykjavíkur þar sem byrjað var í fimleikasal Gerplu. Þar sýndu nemendur og kennarar listir sýnar og voru hinar ýmsu útfærslur af æfingum iðkaðar. Þaðan lá leiðin í Skemmtigarðinn í Grafarvogi þar sem skipt var í tvö lið og tekist á í skotbardaga með litabolta-byssum. Eftir stríðið þurftu allir að fá góða hressingu en eftir hana var farið í Go kart í Garðabænum, þar sem verðandi bílstjórar sýndu hæfni sýna við stýrið. Eftir mikið púl, svita og tár þurfti að baða liðið og því farið í Nauthólsvík, þar sem allir skelltu sér í sjóinn og pottinn. Þegar allir höfðu baðað sig og gert sig fína/nn þá var farið út að borða og þaðan á náttstað sem að þessu sinni var Brún í Bæjarsveit. Morguninn eftir héldu allir heim á leið með bros á vör. Krakkarnir voru sér og sínum til sóma hvar sem komið var, enda frábærir krakkar í alla staði.