Skólaslit

Ritstjórn Fréttir

Fimmudaginn 5. júní var skólanum slitið í 106 sinn. Morguninn byrjaði með því að nemendur í 1.-9. bekk gengu fylgtu liði niður í Skallagrímsgarð undir taktföstum trumbuslætti. Þegar niður í garð var komið fóru nemendur í hina ýmsu leiki, s.s. fót- og körfubolta, víkingaspil, sund, kýló, skreyttu skólalóðina með krítlistarverkum, fóru í göngutúra og æfðu leik- og dans. Samhliða leikjunum var boðið upp á safa og grillaðar pylsur. Að lokum söfnuðust nemendur saman í Skallagrímsgarði þar sem þeir hittu umsjónarkennara sína og fengu afhentan vitnisburð vetrarins að loknum kveðjuorðum Signýjar skólastjóra.