Starfsfólk skólans óskar öllum nemendum, forráðamönnum og öðrum velunnurum skólans gleðilegs árs og þakkar samstarf liðinna ára.
Í dag hefja 6 nýir nemendur nám við skólann og eru þeir boðnir velkomnir til starfa. Eiga þeir vonandi eftir að finna sig vel hér á nýjum stað. Eru þrír þessara nemenda í 9. bekk, einn í 4. bekk og tveir í 1. bekk. Eru nemendur því 325 í dag.