Endurskoðað skóladagatal

Ritstjórn Fréttir

Hér birtist endurskoðað skóladagatal fyrir yfirstandandi skólaár. Helsta breytingin sem gerð er felst í því að námsannir eru einungis tvær og eru annaskilin 27. og 28. janúar. Þann 27. janúar verður gengið frá námsmati og foreldraviðtöl fara svo fram þann 28. janúar. Þessa daga er skólaskjólið opið en öll kennsla liggur niðri. Einnig breytast dagsetningar samræmdra prófa hjá 4. – 7. og 10. bekk og prófadagar í vor flytjast til. Síðasti dagur nemenda í skólanum fyrir utan skólaslit er því 1. júní.