Skólabúðir á Laugum

Ritstjórn Fréttir

Þessa vikuna dvelja nemendur 9. bekkjar í skólabúðum á Laugum í Dalasýslu ásamt umsjónarkennurum sínum. Þessar skólabúðir eru samstarfsverkefni Dalabyggðar og UMFÍ og eru nemendur héðan, Varmalandi og úr Dölum fyrstu gestirnir. Ekki er annað vitað en allir hafi það gott og skemmti sér hið besta, enda aðstæður ákjósanlegar fyrir svona skólabúðir. Heimasíða skólabúðanna er www.umfi.is/laugar