Vegna þeirrar röskunar sem varð á kennslu í haust hefur skólaárinu verið skipt í tvær annir í stað þriggja. Annaskipti eru í næstu viku og er fimmtudagurinn 27. janúar ætlaður frágangi námsmats og undirbúningi foreldraviðtala. Þau verða síðan föstudaginn 28. janúar. Þessa daga verður því engin kennsla í skólanum en skólaskjólið verður opið. Upplýsingar um tíma í viðtöl ættu að vera komin heim með nemendum.