Laugar

Ritstjórn Fréttir

Vikuna 17. – 21. janúar dvöldu nemendur í 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi ásamt jafnöldrum sínum frá Varmalandi, Búðardal og Tjarnarlundi í skólabúðum að Laugum í Sælingsdal. Nemendur skemmtu sér konunglega bæði við leik og störf eins og sjá má á þessum myndum.
Skólabúðir þessar eru reknar af UMFÍ og Dalabyggð og var þetta fyrsti hópurinn sem dvelur í búðunum.Öll aðstaða á staðnum er til fyrirmyndar og dagskráin fyrir unglingana er áhugaverð og skemmtileg og hiklaust hægt að mæla með dvöl að Laugum.