Lestrarátaki Ævars vísindamanns lokið

Ritstjórn Fréttir

Lestrarátaki Ævars vísindamanns lauk þann 1. febrúar sl. Þátttaka var góð hjá okkur og voru á ellefta hundrað bóka lesnar hér í skólanum. 

 Búið er að senda lestrarmiða barnanna til samtakanna Heimilis og skóla og fljótlega verður dregið úr innsendum miðum. Til mikils er að vinna því fimm þátttakendur í átakinu munu verða persónur í næstu bók Ævars vísindamanns.