Drekaklúbbur

Ritstjórn Fréttir

Drekaklúbbur verður starfræktur á skólabókasafninu í það minnsta til vors. Nemendur geta orðið drekameistarar af 1., 2. eða 3. gráðu með því að lesa ákveðinn fjölda bóka sem allar fjalla um dreka með einhverjum hætti.

Bækurnar eru í þremur þyngdarflokkum. Þeir nemendur sem ljúka lestrinum fá falleg viðurkenningarskjöl og leyfi til að titla sig drekameistara.