Drekaklúbburinn á skólabókasafninu

Ritstjórn Fréttir

Þá er lestrarátaki Ævars vísindamanns lokið og því tímabært að fitja upp á einhverju nýju. Drekaklúbburinn hefur hafið göngu sína, bækur (sem allar fjalla með einhverjum hætti um dreka) í þremur þyngdarflokkum eru komnar í hillu og nemendur farnir að skrá sig til þátttöku. Þetta fer þannig fram að nemendur geta orðið drekameistarar af 1., 2. og 3. gráðu með því að lesa ákveðinn fjölda bóka í hverjum flokki. Ekki er um keppni að ræða en þeir sem nemendur sem ljúka lestri í einum eða fleiri flokkum fá árituð viðurkenningarskjöl.
Bækurnar er líka hægt að nálgast á Héraðsbókasafni Borgarbyggðar.