Eyrún Freyja er fyrsti drekameistarinn

Ritstjórn Fréttir

Eyrún Freyja Andradóttir hefur hlotið titilinn Drekameistari af fyrstu gráðu. 

Eyrún Freyja, sem er í öðrum bekk, skráði sig í Drekaklúbbinn fyrir skömmu og var ekki lengi að lesa þær 10 bækur sem þarf til að ávinna sér þennan virðulega titil. Á myndinni er Eyrún Freyja með viðurkenningarskjalið sitt ásamt bekkjarsystkinum sínum. Mörg þeirra eru skráð í Drekaklúbbinn og taka nú þátt í þessu skemmtilega lestrarátaki.