Í dag urðu þeir Björn Ólafur Haraldsson og Bjartur Daði Einarsson drekameistarar af 1. gráðu. Þeir hafa hvor um sig lesið 10 drekabækur á undanförnum dögum. Þá eru drekameistararnir okkar orðnir þrír að tölu.
Til að verða drekameistari af 2. gráðu þarf að lesa 13 bækur af 18 sem eru á listanum. Eins og fyrr fjalla bækurnar allar um dreka með einhverjum hætti. Á þessum lista er m.a. að finna söguna Leitin að Blóðey eftir Guðna L. Benediktsson en hún kom út síðastliðið haust og nýtur mikilla vinsælda meðal ungra lesenda.
Björn Ólafur hefur skráð sig til þátttöku í 2. flokki og Bjartur Daði er að hugsa málið.