Öskudagur

Ritstjórn Fréttir

Öskudagurinn er skóladagur hjá okkur og við hlökkum mikið til að gera okkur þá glaðan dag.
Nemendur mega mæta í furðufötum og verður ýmislegt til gamans gert á öllum skólastigum. Skóla lýkur kl. 13.20 en Tómstundaskólinn er að sjálfsögðu opinn eins og venjulega. Allir eru velkomnir til að taka þátt í deginum með okkur.
Óðal mun bjóða upp á diskótek fyrir börnin eftir að skóla lýkur. 1.-3. bekkur verður frá kl. 13.30-14.30 og fyrir 4.-6. bekk frá kl. 15.00-16.00. Miðaverð er 300 kr. Starfsfólk mun fylgja börnum sem skráð eru í Tómstundaskólann yfir í Óðal og til baka en nemenddur verða að hafa með sér pening fyrir aðgangseyri.
Skólabílar keyra á venjulegum tímum frá skólanum þ.e. 13.35, 14.35 og 15.30.