Grunnskólabörn lásu 60 þúsund bækur í lestrarátaki Ævars

Ritstjórn Fréttir

Mánudaginn 16. febrúar var dregið í lestrarátaki Ævars vísindamanns. Samkvæmt talningu Heimilis og skóla tóku 115 skólar þátt í átakinu og tæplega 60 þúsund bækur voru lesnar. Í Grunnskóla Borgarness voru rúmlega þúsund bækur lesnar sem verður að teljast mjög góður árangur. Á myndinni eru Víkingur og Fabian úr 5. bekk en þeir voru fyrstir til að skila lestrarmiðum hjá okkur.

 

Nöfn fimm nemenda voru dregin úr pottinum og koma þeir úr Öldutúnsskóla, Kársnesskóla, Egilsstaðaskóla, Hlíðaskóla og Borgarhólsskóla.

Þessir krakkar fá væntanlega að vera persónur í næstu bók Ævars vísindamanns. Hann fyrirhugar að endurtaka lestrarátakið á næsta ári og hver veit nema Borgnesingar detti í lukkupottinn þá.