Fyrirlestur frá Heimili og skóla

Ritstjórn Fréttir

Við minnum á mikilvægt erindi fyrir alla foreldra grunnskólabarna í Borgarbyggð. Hér gefst gott tækifæri til þess að fræðast um hvernig við getum bætt samskipti og haldið áfram að vinna vel saman eins og áður.
Miðvikudaginn 25. febrúar kemur fulltrúi frá Heimili og skóla með fræðslu um samstarf foreldra og samstarf heimila og skóla. Erindið verður kl. 19.30 í Hjálmakletti. Allir foreldrar og áhugafólk um skólamál í Borgarbyggð eru velkomnir.
Kær kveðja
Skólasamfélagið í Borgarbyggð