Stóra upplestrarkeppnin á bókasafninu

Ritstjórn Fréttir

Nemendur 7. bekkjar taka nú þátt í stóru upplestrarkeppninni sem fram fer um land allt. Nýverið voru fulltrúar skólans valdir til áframhaldandi þátttöku í keppninni. Nemendur lásu kafla úr bókinni Ertu Guð afi? eftir Þorgrím Þráinsson og auk þess ljóð að eigin vali.

Upplesturinn fór fram á bókasafninu sem var þéttsetið af foreldrum og forráðamönnum barnanna. Skemmst er frá því að segja að öll börnin lásu vel og var dómnefndinni því nokkur vandi á höndum við að velja sigurvegara. Niðurstaða varð svo sú að Aron Bjartur Hilmarsson hreppti fyrsta sæti og fast á eftir honum komu Sóldís Fannberg Þórsdóttir, Bergur Eiríksson og Svava Pétursdóttir. Þessir fjórir nemendur undirbúa sig nú fyrir þátttöku í keppni skóla á Vesturlandi sem fram fer í Laugagerðisskóla þann 19. mars næstkomandi.