Laugardaginn 18. apríl var boðið til fagnaðar í FVA þar sem veitt voru verðlaun fyrir góðan árangur í stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi sem fram fór þann 13. mars síðastliðinn. Það voru þó nokkuð margir unglingar búnir að skrá sig til keppni en aldrei þessu vant brast á með kolvitlaust veður og því ekki óhætt að senda unglingana með rútu til Akraness.
Þrátt fyrir slæmt veður voru þó tvær stúlkur úr 8. bekk sem tóku þátt í keppninni með góðum árangri og voru meðal 10 efstu í sínum aldurshóp. Það voru foreldrar þeirra sem keyrðu þær á Akranes.
Þetta voru þær Arna Hrönn Ámundadóttir og Bára Sara Guðfinnsdóttir en Bára lenti í 2. sæti og hlaut peningaverðlaun fyrir árangurinn.
Við óskum þeim innilega til hamingju með góðan árangur.