Bókasafnið er vel sótt og drekaklúbburinn vinsæll

Ritstjórn Fréttir

Útlán í safninu okkar í apríl voru 1183, þar af 1034 til nemenda. Það þýðir að hver nemandi hefur að meðaltali fengið þrjár bækur lánaðar í mánuðinum. Góð þátttaka er í drekaklúbbnum. 

Nú hafa tæplega 30 nemendur hlotið titilinn Drekameistari af 1. gráðu og tekið við viðurkenningarskjölum. 2 nemendur hafa áunnið sér titilinn Drekameistari af 2. gráðu og margir eru skráðir til leiks í báðum flokkum. Drekaklúbburinn snýst um að lesa bækur um dreka og er hugsaður sem hvatning til lesturs. Yngri nemendur sem lokið hafa 1. gráðu hafa sumir haft á orði að þeir hlakki til að byrja á annarri gráðu í haust – þegar þeir hafi náð enn betri tökum á lestri!