Skólaslit

Ritstjórn Fréttir

Skólaslit verða með hefðbundnu sniði föstudaginn 5. júní. Nemendur í 1. – 9. bekk eiga að mæta í skólann kl. 10:00. Skólabílar úr dreifbýli munu fara 2 tímum seinna en vanalega og skólabíll úr Bjargslandi mun fara kl. 9:35 og 9:50. Skólabílar fara svo heim að loknum skólaslitum sem við reiknum með að verði um kl. 12:00.
Gengið verður fylktu liði frá skólanum niður í Skallagrímsgarð og þar mun hefjast ratleikur nemenda í 2.-9. bekk. Nemendur í 1. bekk verða með umsjónarkennurum sínum. Það er búið að skipta nemendum í lið (sjá HÉR). Foreldrar eru beðnir um að aðstoða börn sín með að búa sig í viðeigandi „búnað“, þ.e. einkennislit/einkenni hópsins. Ein stöðin er grillstöð þar sem boðið verður upp á pylsur og safa. Að ratleik loknum hitta umsjónarkennarar bekki sína og afhenda þeim námsmat vetrarins.
Skólaslit 10. bekkinga verða með hefðbundnum hætti 5. júní, þ.e. á Hótel Borgarness, kl. 17:00.