Grunnskólinn í Borgarnesi verður settur formlega í Borgarneskirkju þann 24. ágúst.
10.00 Skólasetning hjá 1. – 3. bekk
10.40 Skólasetning hjá 4. – 6. bekk
11.20 Skólasetning hjá 7. – 10. bekk
Skólastjóri býður alla velkomna, deildarstjóri, umsjónarkennarar og aðrir kennarar á stiginu kynna sig. Að setningu lokinni fara foreldrar og nemendur með sínum umsjónarkennara yfir í skóla, fá afhentar stundatöflur og geta spurt spurninga.
Þeir foreldrar sem eiga börn á fleiri en einu stigi þurfa ekki að mæta þrisvar í kirkjuna, en eru að sjálfsögðu velkomnir.
Vonandi sjáum við sem flesta á skólasetningu.