Nýir starfsmenn

Ritstjórn Fréttir

Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsliði grunnskólans frá síðasta skólaári.
Júlía Guðjónsdóttir hefur tekið við starfi skólastjóra og Ragnhildur Kristín Einarsdóttir gegnir starfi aðstoðarskólastjóra.
Hulda Hrönn Sigurðardóttir hefur verið ráðin deildarstjóri og mun hún hafa umsjón með faglegu starfi og þróun kennsluhátta á ölllum stigum. Nýir kennarar eru Sigrún Sveinsdóttir í 1. bekk, Gunnar Sigurjónsson og Halldóra R. Björnsdóttir í 4. bekk, Guðmundur Eyþórsson í 5. bekk og Rán Höskuldsdóttir í 7. bekk. Sesselja Tómasdóttir annast kennslu í heimilisfræði og Jóhanna Marín Óskarsdóttir annast tónmenntakennslu í stað Margrétar Jóhannsdóttur sem er í leyfi frá störfum. Þá hafa þær Anna María Aradóttir og Kolbrún Óttarsdóttir hafið störf sem stuðningsfulltrúar en þær eru báðar fyrrverandi nemendur skólans.