Valgreinar í 7. – 10 bekk

Ritstjórn Fréttir

Nemendum á unglingastigi gefst kostur á að takast á við margvísleg viðfangsefni í valgreinum í vetur. Valgreinarnar verða kenndar á miðvikudögum. Á fimmtudögum verður jafnframt bundið val fyrir 9. og 10. bekk þar sem fjórar greinar verða kenndar.
Kennt verður í 5 lotum sem ná yfir allt skólaárið og velur hver nemandi 5 lotur eftir áhugasviði sínu. Allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi en meðal viðfangsefna má nefna akrýlmálun, skák, matreiðslu, blikksmíði, leiktækjagerð, hárgreiðslu, förðun, trommuleik, kortagerð, skáldsagnalestur, matreiðslu- og framreiðslustörf o.fl., o.fl.
Nemendur sem eiga sæti í stjórn nemendafélagsins eða sjá um rekstur sjoppunnar fá störf sín á þeim vettvangi metin sem val.
Nánari upplýsingar um valgreinarnar sem í boði eru og tímasetningu er að finna hér.