Norræna skólahlaupið

Ritstjórn Fréttir

Norræna skólahlaupið fór fram í grunnskólum um allt land föstudaginn 18. september síðastliðinn. Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984 en allir grunnskólar á Norðurlöndum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Markmið hlaupsins eru að hvetja nemendur til að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu og að kynna nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkamann og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Í Borgarnesi hlupu grunnskólanemendur í blíðskaparveðri. Hanna Sigríður Kjartansdóttir og Sigrún Ögn Sigurðardóttir íþróttakennarar höfðu umsjón með hlaupinu sem tókst í alla staði mjög vel.