
Nemendur fóru á Landnámssetrið í fylgd foreldra og kennara og skoðuðu þar Egilssýninguna. Þá voru nokkrar sögustundir á bókasafninu þar sem nemendur hlýddu á frásagnir af atburðum í Egils sögu, m.a. sonamissi Egils, ævintýrum hans í Jórvík á Englandi og elliárunum á Mosfelli. Kennarar 2. bekkjar eru Hólmfríður Ólafsdóttir og Dagmar Harðardóttir. Myndin er tekin í sögustund á bókasafninu.