Egils saga í öðrum bekk

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í öðrum bekk hafa að undanförnu kynnt sér efni Egils sögu af miklum dugnaði. Fyrst var lesin bókin Egill eftir Torfa Hjartarson en þar segir frá ferðalagi Egils þegar hann þriggja ára gamall reið í óleyfi frá Borg niður í Álftanes þar sem Ingvar afi hans bjó.
Nemendur fóru á Landnámssetrið í fylgd foreldra og kennara og skoðuðu þar Egilssýninguna. Þá voru nokkrar sögustundir á bókasafninu þar sem nemendur hlýddu á frásagnir af atburðum í Egils sögu, m.a. sonamissi Egils, ævintýrum hans í Jórvík á Englandi og elliárunum á Mosfelli. Kennarar 2. bekkjar eru Hólmfríður Ólafsdóttir og Dagmar Harðardóttir. Myndin er tekin í sögustund á bókasafninu.