Grunnskólinn í Borgarnesi hlýtur Ljósbera 2015

Ritstjórn Fréttir

Sveitarfélagið Borgarbyggð veitti á Sauðamessu Grunnskólanum í Borgarnesi viðurkenningu fyrir að veita einstaklingum með fötlun atvinnu allt árið. Júlía Guðjónsdóttir, skólastjóri, veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd skólans.
Viðurkenningin, sem nefnist Ljósberi, minnir á hversu mikilvægt það er fyrir hvern og einn að fá tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu, eiga vinnufélaga og sinna áhugaverðu starfi.