Sagnalistin í heiðri höfð

Ritstjórn Fréttir

Geir Konráð Theódórsson, sagnamaður úr Borgarnesi, kom í heimsókn á bókasafnið fyrir skömmu og sagði ungum nemendum söguna af skólasveinum sem struku úr skóla og komu sér fyrir í helli í uppsveitum Borgarfjarðar.
Hellismennirnir hrelltu Borgfirðinga á marga lund og mikið þurfti til að ráða niðurlögum þeirra. Geir, sem var klæddur að sið fornmanna, hélt hinum ungu áheyrendum algerlega hugföngnum með frásögn sinni. Að henni lokinni var nokkrum spurningum um afdrif söguhetjanna ósvarað og spunnust af því miklar vangaveltur meðal barnanna.