
Hellismennirnir hrelltu Borgfirðinga á marga lund og mikið þurfti til að ráða niðurlögum þeirra. Geir, sem var klæddur að sið fornmanna, hélt hinum ungu áheyrendum algerlega hugföngnum með frásögn sinni. Að henni lokinni var nokkrum spurningum um afdrif söguhetjanna ósvarað og spunnust af því miklar vangaveltur meðal barnanna.