
Á sýningunni er sögð saga 15 kvenna úr héraðinu, kvenna sem lifðu lífinu við nokkuð ólík kjör frá því sem við eigum að venjast í dag. Efnisöflun fór fram í nánu samstarfi við fjölskyldur kvennanna sem rituðu texta og útveguðu myndir og gripi. Nemendur hlustuðu af áhuga á frásögn Guðrúnar og heimsóknin var í alla staði áhugaverð og þótti takast vel.