
Kristjana Friðbjörnsdóttir og Ævar Þór Benediktsson komu í heimsókn í Grunnskóla Borgarness fyrir skömmu og spjölluðu við nemendur í 3. og 4. bekk.
Dagskrá þeirra bar yfirskriftina Að laumast til að lesa – Hetjusögur af höfundum. Þau rifjuðu upp bækur sem þau lásu í æsku, sögðu frá ævintýralegum bókasafnsferðum og listinni að laumast til að lesa þegar maður á að vera að gera eitthvað allt annað. Kristjana er höfundur bókanna um Fjóla Fífils og Ólafíu Arndísi auk þess sem hún hefur samið námsefni. Ævar Þór, sem er betur þekktur sem Ævar vísindamaður og hefur skrifað þrjár bækur undir því nafni, lét nýverið frá sér bókina Þín eigin goðsaga sem er fram hald Þinnar eigin þjóðsögu sem kom út á síðasta ári.
Nemendur hlustuðu af mikilli athygli á þau Kristjönu og Ævar og sameiginleg niðurstaða fundarins varð eiginlega að þar væru allir bókaormar!