Dagur íslenskrar tungu

Ritstjórn Fréttir

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í dag. Í Grunnskólanum í Borgarnesi hittust svokallaðir vinabekkir og áttu saman lestrarstundir. 8. og 3. bekkur og 7. og 2. bekkur hófu daginn saman með lestri.
Að lestrinum loknum ræddu nemendur saman um efnið sem lesið var og skrifuðu niður athyglislegar setningar eða athugasemdir úr bókunum. 4. bekkur fór í heimsókn á leikskólana Klettaborg og Ugluklett og lásu og sungu fyrir leikskólabörnin.
Á myndinni má sjá Jón Steinar Unnsteinsson nemandi í 8. bekk lesa fyrir þá Egil Breka Eðvarðsson og Guðjón Andra Gunnarsson í 3. bekk.