Jólaföndur foreldrafélagsins

Ritstjórn Fréttir

Foreldrafélag Grunnskólans í Borgarnesi stendur fyrir jólaföndri í
Grunnskólanum í Borgarnesi, fimmtudaginn 26. nóvember klukkan 17 – 19. Húsið opnar klukkan 16:45. Það er von félagsins að sem flestir komi og eigi saman
notalega fjölskyldustund. Foreldrafulltrúar bekkjanna hafa undirbúið þessa stund ásamt stjórn félagsins og starfsmönnum skólans. Í boði verður margt skemmtilegt svo sem
laufabrauðsgerð, piparkökur verða málaðar, frostrósir og stjörnur gerðar úr perlum, jólakúlur málaðar og margt fleira skemmtilegt verður í boði. 7. bekkur annast kaffisölu í fjáröflunarskyni fyrir ferð að Reykjum á nýju ári.
Hér er að finna nánari upplýsingar og verðskrá.