
Eftir að skólanum bárust tölvur að gjöf frá Arionbanka var sú ákvörðun tekin að breyta náttúrufræðistofunni að hluta í tölvuver. Þar eru nú 16 borðtölvur sem nýtast nemendum við margvísleg verkefni. En þar er líka píanó og í morgun sátu nemendur unglingadeildar við tölvurnar og unnu að handritsgerð fyrir jólaútvarpið á meðan 4. bekkur æfði jólalög undir stjórn Halldóru R. Björnsdóttur kennara og Jóhönnu Marínar Óskarsdóttur tónmenntakennara.