
Handritagerð fór fram í skólanum þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt verkefni í íslensku og metið til einkunnar.
Hápunktur fréttastofunnar verður eins og undanfarin ár „Bæjarmálin í beinni” föstudaginn 11. des. kl. 13.00.
Von er á góðum gestum í hljóðstofu þar sem málin verða rædd.
Gestir verða úr atvinnulífinu, íþrótta- og menningargeiranum sem og sveitarstjórn og sveitarstjóri.
Von er á góðum gestum í hljóðstofu þar sem málin verða rædd.
Gestir verða úr atvinnulífinu, íþrótta- og menningargeiranum sem og sveitarstjórn og sveitarstjóri.
Sent er út á fm 101.3 og tengil í jólaútvarpið er að finna á vef grunnskólans www.grunnborg.is Útvarpsstjóri er Snæþór Bjarki Jónsson.