
Að undanförnu hefur skólinn verið skreyttur hátt og lágt. Nú er orðið mjög jólalegt hjá okkur og jólaútvarpið hljómar öllum til mikillar ánægju. Á morgun verður komið fyrir marglitum jólakúlum á göngum skólans en sérhver nemandi og starfsmaður fær eina kúlu til að skreyta. Í næstu viku verður svo kertaganga í Skalla-Grímsgarð og litlu jólin sem nemendur undirbúa nú af kappi. Á myndinni má sjá nokkra kennara skreyta kúlurnar sínar.