
Á Íslandi búa 320.000 manns og þar af eru um 10% af erlendum uppruna, eða um þrjátíu þúsund einstaklingar. Undanfarin ár hefur borið á því að fólki sé mismunað eftir þjóðerni, til dæmis þegar kemur að atvinnu og húsnæðismálum.
Rauði krossinn ákvað því að vekja athygli á málefninu með tveggja ára átaki sem hvetur fólk til að líta í eigin barm, skoða hvernig það kemur fram við fólk sem hefur annan bakgrunn en það sjálft og athuga hvort það getur gert betur.
Þau Anna Lára og Juan Camilo hafa flutt erindið í grunn- og framhaldsskólum víða um land. Hér fylgja nokkrar umsagnir nemenda sem hlýtt hafa á mál þeirra.
„Ég verð var við fordóma og það þarf að ræða þessi mál.“
„Ég lærði að allir eiga sama rétt, sama hvað.“
„Ég lærði mikið um dulda fordóma.“
„Fattaði ekki að það væri svona mikið um fordóma.“
„Mjög skemmtilegur og fræðandi fyrirlestur.“
„Ég ætla að segja öllum vinum og ættingjum frá fyrirlestrinum.“
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.