Þemaverkefni á yngri barna stigi

Ritstjórn Fréttir

Undanfarna daga hafa nemendur á yngri barna stigi unnið að þemaverkefni um virðingu og sjálfsaga. Hefðbundið árgangaskipulag var brotið upp og nemendur völdu sig í hópa eftir áhugasviði. Þeir höfðu um fjóra kosti að velja; dans og hreyfingu, leiklist, myndlist eða tónlist. Nemendur voru mjög áhugasamir og skiluðu einkar skemmtilegum verkefnum. Þemaverkefninu lauk svo með því að hóparnir sýndu hverjir öðrum vinnu sýna á stórri sýningu. Myndir af nemendum við vinnu sína og af sýningunni má sjá hér.