 |
Fyrstu Þrautakóngarnir: Jóhann, Lilja, Haraldur, Magnús, Björgvin og Árni. |
Nú er hægt að vinna sér inn titilinn þrautakóngur Grunnskólans í Borgarnesi með því að leysa þrautir sem hanga á bókasafni skólans. Í fyrstu þrautinni var spurt hvar Beinahóll væri og hvers vegna hann héti því nafni. Þessi þraut hafði ekki hangið lengi uppi þegar lausn á henni barst. Það voru þau Jóhann, Lilja, Haraldur, Magnús, Björvgvin og Árni í 6. bekk B sem skiluðu sameignlegri lausn eftir að hafa leitað upplýsinga í bókum og á neti. Beinahóll er grasbrekka utan í Hraunborg á Kili, skammt norðaustur af Kjalfelli. Reynistaðabræður urðu þar úti ásamt búfénaði sem þeir voru að flytja af Suðurlandi yfir Kjöl heim á Reynistað í Skagafirði. Bein af skepnunum má enn sjá á Beinahóli.