Upplestrarkeppni í Grunnskólanum í Borgarnesi

Ritstjórn Fréttir

Sigurvegararnir, þær Bergrún Sandra Húnfjörð, Guðrún Ingadóttir og Þórdís Sif Arnarsdóttir við verðlaunaafhendinguna
Nemendur í 7. bekk Grunnskólans í Borgarnesi tóku í gær þátt í undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður í Laugargerðisskóla 7. apríl næstkomandi. Forkeppnin var haldin í húsi Tónlistarskóla Borgarfjarðar og áhorfendur fylltu húsið. Augljóst var að nemendur höfðu æft sig vel fyrir keppnina því framkoma þeirra og flutningur var til fyrirmyndar. Á meðan dómarar réðu ráðum sínum gæddu þáttakendur og áhorfendur sér á veitngum sem foreldrar nemenda höfðu komið með. Eftir hlé kynnti Finnur Torfi Hjörleifsson formaður dómnefndar niðurstöður keppninnar.Í fyrsta sæti var Þórdís Sif Arnarsdóttir, í öðru sæti Guðrún Ingadóttir og í því þriðja var Bergrún Sandra Húnfjörð. Myndir frá upplestrarkeppninni er hægt að skoða hér.