
Í dag var haldinn svokallaður sunddagur á yngri barna stigi. Allir nemendur á stiginu mættu í sundlaugina og syntu 25 metra sprett. Þegar nemendur voru ekki að synda sátu þeir á áhorfendapöllum og hvöttu skólasystkini sín. Markmiðið var ekki keppni heldur skemmtun og nemendur skemmtu sér hið besta. Mesta lukku vakti sundkennarinn sem mætti í nýjustu sundfatatískunni.
Hér má sjá myndir frá sunddeginum.