
Í dag luku þær Áslaug og Iðunn Pála kennaranemar við KHÍ vettvangsnámi sínu við Grunnskólann í Borgarnesi. Þær eru búnar að vera alls í fjórar vikur við skólann, undir leiðsögn Sæbjargar umsjónarkennara í 3. bekk A. Síðustu tvær vikur sáu þær um undirbúning og skipulag á kennslu í þeim bekk. Þær unnu ásamt nemendum stórt samþætt þemaverkefni um fjöruna. Verkefnið hófst á ævintýralegri vettvangsferð á Akrafjörur þar sem gögnum var safnað fyrir áframhaldandi vinnu. Í fjörunni fundu nemendur margt sem vakti áhuga og athyggli og má sem dæmi nefna, krabba, pétursskip, skeljar og ýmis konar sjórekna hluti. Eftir fjöruferðina unnu nemendur úr þeim gögnum sem þeir öfluðu. Í dag lauk þemaverkefninu með glæsilegri foreldrasýningu. Sýningin var um leið einskonar kveðjuveisla fyrir þær Áslaugu og Iðunni Pálu. Það er akkur að því fyrir skólann að fá svo áhugasama og kraftmikla kennaranema í vetvangsnám og eru þeim sendar óskir um velfarnað í starfi í framtíðinni. Myndir frá lokahófinu má sjá
hér.