Samræmd próf í 10. bekk

Ritstjórn Fréttir

Nú styttist í að 10. bekkur hefji töku samræmdra prófa. Fyrsta prófið er n.k. mánudag, 9. maí og er það í íslensku. Enskan er þriðjudaginn 10. maí og stærðfræðin 12. maí. Danskan er svo þann 13. Þriðjudaginn 17. maí er samfélagsfræðin og síðasta prófið er náttúrufræði þann 18. maí. Öll prófin hefjast hérna kl. 8:20 og standa til 11:20. Þó lengur fyrir þá sem hafa lengri próftíma.
Nemendur verða að hafa með sér öll leyfð hjálpargögn en með öllu er bannað að vera með farsíma í stað vasareiknis.