Þessa dagana stendur yfir forval í vali II fyrir næsta skólaár í 7. – 9. bekk. Nemendur eru beðnir að skila valblöðum sínum útfylltum föstudaginn 6. maí.
Í þessu vali er reynt að stuðla að lífsfyllingu og víkka sjóndeildarhring nemenda. Það er kend ein klst. á viku ein önn í senn (hver nemandi fær því 3 áfanga yfir skólaárið).