Laus störf við skólann

Ritstjórn Fréttir

Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir eftir fólki í eftirtalin störf:
1. Forstöðumaður skólaskjóls (50% starf).
Leitað er að starfsmanni með uppeldismenntun og/eða mikla reynslu af vinnu með börnum. Ennfremur þarf viðkomandi að geta unnið sjálfstætt, vera hugmyndaríkur og hafa góða skipulagshæfileika. Næsti yfirmaður: Skólastjóri
2. Skólaritari (100% starf)
Leitað er að starfsmanni með haldgóða tölvuþekkingu, skipulagshæfileika og ríka þjónustulund. Reynsla af skrifstofustörfum kostur. Næsti yfirmaður: Skólastjóri
Einnig eru ennþá lausar til umsóknar kennarastöður við skólann, m.a. kennsla yngri barna.
Allar upplýsingar veitir skólastjóri í síma 437-1229 eða kristgis@grunnborg.is Ennfremur er bent á heimasíðu skólans www.grunnborg.is Umsóknir um þessar stöður þurfa að hafa borist skólastjóra fyrir 20. maí n.k.
Skólastjóri