Kiwanismenn koma færandi hendi

Ritstjórn Fréttir

Það hljóp heldur betur á snærið hjá nemendum í 1. bekk þegar fulltrúar frá Kiwanishreyfingunni komu í heimsókn og færðu þeim reiðhjólahjálma að gjöf. Með í för var lögreglumaður í fullum skrúða sem fræddi nemendur um mikilvægi þess að gæta varúðar í umferðinni og að nota reiðhjólahjálm. Enn fremur kom skólahjúkrunarfræðingur og sýndi nemendum hvernig stilla á hjálminn og spenna hann rétt á sig. Nemendur voru afar áhugasamir og höfðu margt að segja um hjálmanotkun og hjólreiðar. Nokkuð var tekið af myndum við þetta tækifæri og má skoða þær ef smellt er á myndina sem fylgir fréttinni. Grunnskólinn í Borgarnesi vill koma á framfæri þakklæti til Kiwanismanna fyrir þessa veglegu gjöf.