Góð gjöf

Ritstjórn Fréttir

Skömmu fyrir skólalok í vor barst skólanum góð gjöf. Voru þar á ferðinni fulltrúar forráðamanna nemenda sem útskrifuðust úr skólanum vorið 2004.
Þessi hópur var afar duglegur við að afla fjár í ferðasjóð sinn sem þeir síðan notuðu til að fara í heimsókn til Danmerkur, afar vel heppnaða ferð. Þar sem afgangur varð af sjóðnum var ákveðið að kaupa vandaða videótökuvél og færa skólanum að gjöf ásamt peningaupphæð sem notast skal til að efla norræn samskipti. Skólinn þakkar af alhug fyrir þessa góðu gjöf og það er ekki vafi á því að hún á eftir að koma í góðar þarfir.