Töluverðar breytingar verða á starfsliði skólans og yfirstjórn frá og með komandi skólaári. Núna verður skólanum skipt upp í tvær deildir, eldri og yngri deild og verður deildarstjóri yfir hvorri deild. Nýráðnir deildarstjórar eru þær Ragnhildur Kristín Einarsdóttir sem verður yfir eldri deild (7. – 10. bekkur) og Sóley Sigurþórsdóttir yfir yngri deild (1.-6. bekkur). Á móti leggjast af stöður deildarstjóra sérkennslu og 30% staða námsráðgjafa.
Deildarstjórar koma til með að hafa yfirsýn yfir alla almenna kennslu og sér – og stuðningskennslu hver á sinni deild, ennfremur sinna þeir ráðgjöf og stuðningi við kennara, nemendur og forráðamenn þeirra og eru skólastjóra til ráðuneytis um daglega stjórn skólans. Það er von skólastjóra að þessi breyting leiði til enn markvissara og betra skólastarfs, nemendurm til ávinnings.