Skáknefnd UMSB vill minna á skákæfingar sem verða á föstudögum í vetur í Grunnskólanum í Borgarnesi. Æfingarnar verða með svipuðu sniði og síðast liðinn vetur og ætlar Helgi Ólafsson stórmeistari að halda áfram að þjálfa áhugasama skákmenn. Æfingarnar verða frá 14.30 – 16.00, í stofu 28. Fyrsta æfingin verður á föstudaginn kemur, 26. ágúst.
Vonumst til að sjá sem flesta,
Skáknefnd UMSB
Skáknefnd UMSB